Verður byggt ofan á Eddufell 2?

Eddufell 2. Nokkur starfsemi er í húsinu einkum á jarðhæð en húsnæðið hefur ekki verið fullnýtt á undanförnum árum.

Sótt hefur verið um leyfi til Byggingarfulltrúa til að byggja fjórar hæðir úr steinsteypu ofan á tveggja hæða hús og innrétta 14 íbúðir, í húsinu nr. 2 við Eddufell. Málinu hefur verið vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Við Eddufell 2 til 6 stendur verslunar- og þjónustuhús sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni byggingartæknifræðingi og reist árið 1981.  

Fyrir fjórum árum var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrirspurn GP-arkitekta varðandi byggingu 15 hæða húss við Eddufell 2 til 6 í efra Breiðholti sem hýsa á alls 50 íbúðir af margvíslegum stærðum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og var aftur lögð fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018. Þessi hugmynd varð umdeild einkum vegna hæðar fyrirhugaðrar byggingar og var aldrei framkvæmt. Nú er verið  að tala um fjórar hæðir í stað 15 hæða. 

You may also like...