Kaffihús opnar í Fellunum

Kaffihús 03

Myndin var tekin á opnunardaginn.

Nýtt kaffihús opnaði í síðustu viku í Fellunum. Kaffihúsið er alger nýjung í Breiðholtinu. Í rúmlega 20 þúsund manna vel afmarkaðri íbúðabyggð sem farin er að nálgast fimmtugt hefur aldrei verið kaffihús utan veitingastaði í Gerðubergi og í Garðheimum.

Þeim fjölgar sem vilja koma inn á fyrsta raunverulega kaffihúsið í Breiðholtinu sem nú hefur verið opnað í Drafnarfelli þar sem Guðmundur bakari Guðmundsson stóð vaktina í Breiðholtsbakaríi og síðar Húsi bakarans í áratugi.

You may also like...