Frumskógardrottiningin á íþróttahúsið

Erro Breiðholt 5 1

Frumskógardrottningin eftir Erró var afhjúpuð á vegg Íþróttamiðstöðvarinnar við Austurberg Breiðholti 4. september sl. Erró gaf Reykvíkingum tvö verk og útfærði þau í samráði við Listasafn Reykjavíkur á tvær byggingar í Breiðholti.

Annars vegar var um að ræða á fjölbýlishús við Álftahóla og hins vegar Austurberg. Verkið á Álftahólum sem nefnist Réttlætisgyðjan var afhjúpað á síðasta ári. Hluti þeirra myndar var svo yfirfærður á vegg íþróttamiðstöðvarinnar við Austurberg en að þessu sinni var það Frumskógardrottningin sem var í aðalhlutverki. Veggmyndirnar á Álftahólum og Austurbergi mynda þannig eina heild. Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og hefur í gegnum tíðina sýnt Reykvíkingum og Listasafni Reykjavíkur mikinn rausnarskap með því að gefa safninu verk sín. Verk eftir Erró hafa verið sýnd á mörgum helstu söfnum Evrópu víða um heim og veggmyndir hans prýða merkar byggingar í mörgum borgum. Þekkt vegglistaverk eftir hann eru t.d. á fjölbýlishúsi í borginni Angoulême í Frakklandi og á vegg í neðanjarðarlestarstöð í borginni Lissabon í Portúgal. Borgarráð ákvað fyrir tveimur árum að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og er verkið hluti af því átaki. Verkefninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu. Síðustu tvö ár hafa fimm stór vegglistaverk verið sett upp í hverfinu eftir listamennina Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og Ragnar Kjartansson auk minni veggmynda eftir unga listamenn úr frístundamiðstöðinni Miðbergi.

You may also like...