Ólína tekur við Grunnskóla Seltjarnarness

Skólastjóraskipti

Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður skólanefndar og Guðlaug Sturlaugsdóttir.

Ólína Thoroddsen hefur tekið við starfi skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness og mun gegna því út skólaárið, en Guðlaug Sturlaugsdóttir lét af störfum sem skólastjóri um síðast liðin mánaðamót.

Guðlaug hefur tekið við starfi skrifstofustjóra grunnskóla á skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hún var kvödd af samstarfsfólki þann 30. september, þökkuð vel unnin störf í þágu skólans og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólína er vel kunnug skólastjórastarfinu þar sem hún gegndi því í afleysingum skólaárið 2013 til 2014 og hefur auk þess starfað við stjórnun skólans til fjölda ára sem aðstoðarskólastjóri. Í vetur verður staða skólastjóra auglýst og stefnt að ráðningu nýs skólastjóra frá 1. júní 2016.

Ólína T

Ólína Thoroddsen.

You may also like...