Eineltisáætlunin kynnt á Ægisíðunni

Einelti 1 1

Á myndunum má sjá að það var vel mætt og mikil gleði.

Mikið fjör var á Ægisíðunni föstudaginn 6. nóvember sl. þar sem flestir leikskólar úr Vesturbænum voru saman komnir til að taka við eineltisáætlun fyrir leikskóla í Vesturbæ. Áætlun þessi nefnist “Virðing í Vesturbæ” og nær til allra leikskóla Vesturbæjar.

Fulltrúar leikskóla ásamt Herði Guðbjörnssyni verkefnisstjóra í Vesturgarði hafa á undanförnu einu og hálfu ári unnið að þessari áætlun og nú er hún tilbúin. Það var Skúli Helgason borgarfulltrúi sem afhendi börnum úr leikskólunum þessa áætlun ásamt því að afhenda þessa áætlun voru sungin nokkur leikskólalög.

You may also like...