Nýtt skipurit Seltjarnarnesbæjar

Nýtt skipurit Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkti tillögu ráðgjafafyrirtækisins HLH ehf., um nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins. Með nýju skipuriti er stjórnsýslusviðum breytt og verða þau nú fjögur.  

Nýtt stjórnskipulag tók formlega gildi 1. mars sl. Skipuritið miðar að því að færa uppbyggingu og virkni stjórnskipulags Seltjarnarnesbæjar til þess sem almennt gildir hjá sveitarfélögum af sambærilegri stærð. Í nýju skipuriti er stjórnsýslu og rekstri skipt upp í fjögur svið eins og lagt er til í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings. Á hverju sviði er einn sviðsstjóri sem ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra á öllum málaflokkum, sem undir sviðið heyra.  

Samkvæmt nýju skipulagi verða svið Seltjarnarnesbæjar nú fjögur og verður skipting þeirra með eftirfarandi hætti: Fjölskyldusvið, skipulags- og umhverfissvið, fjármálasvið og þjónustu- og samskiptasvið. Baldur Pálsson mun veita fjölskyldusviði forstöðu. María Björk Óskarsdóttir mun veita þjónustu- og samskiptasviði forstöðu. Gunnar Lúðvíksson mun veita Fjármálasviði forstöðu. Starfs sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs verður auglýst.

You may also like...