Starfsdagur Hverfisráðs og aukinn sýnileiki

Nichole 10 1Ég er afar stolt af að senda inn grein í Breiðholtsblaðið, þar sem við í hverfisráðinu liggjum fram stefnuna sem við viljum fylgja í okkur vinnu. Hingað til hef ég verið að senda inn greinar þar sem ég hef lýst á mjög persónulegan hátt, þeim gildum sem við stöndum fyrir. Ég hef gert það í þeim tilgangi að kynna mig fyrir ykkur, vera sýnileg og vonandi komið því til skila að hægt er að nálgast mig, sem formann Hverfisráð og Breiðholtsbúa, með hugmyndum og athugasemdum. Ég vil vinna af bestu getu fyrir hag Breiðholts og Breiðhyltinga.

Þann 3. nóvember sl. vorum við með starfsdag fyrir Hverfisráðið þar sem við ásamt hverfisstjóranum Óskari Dýrmundi Ólafssyni, unnum saman að gerð stefnumiða fyrir Hverfisráð Breiðholts. Stefnumiðin voru unnin út frá gildandi samþykkt fyrir Hverfisráðið þar sem stendur að okkar verksvið sé að stuðla að hvers konar samstarfi innan hverfisins, móta stefnu og gera tillögur til borgarráðs sem varða verksvið þess. Þá getur hverfisráð gert tillögur um samræmingu á þjónustu borgarstofnana í einstökum hverfum.

Vettvangur samráðs

Hverfisráð eru vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda, og eru virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hverfanna. Þannig eru hverfisráðin ráðgefandi fyrir starfsemi þjónustumiðstöðva í hverfunum og stuðla að eflingu félagsauðs í þar. Hverfisstjóri mun taka mið af okkar stefnu í gerð starfsáætlunar fyrir Þjónustumiðstöð Breiðholts. Í okkar vinnu tókum við einnig mið af starfsáætlun Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, forvarnastefnu Reykjavíkurborgar, starfsáætlun Skóla og frístundasviðs, mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, verkefninu um heilsueflandi Breiðholt og við leituðum einnig á þeim starfstöðvum, hjá samtökum og félögum, skoðuðum samsetningu íbúa og umhverfi okkar.

Hér er afrakstur dagsins:

1. Hverfisráð og lýðræði

a. Aukinn sýnileiki hverfisráðs

b. Samstarf við Ungmennaráð Breiðholts

c. Hverfisráð haldi reglulega opna íbúafundi / Breiðholtsþing

d. Auglýst verði eftir styrkjum og styrkveitingum fylgt markvisst eftir

e. Vel skilgreindar viðurkenningar innan hverfis

f. Bætt tengsl við stjórnsýslu og svið borgarinnar g. Bætt tengsl innan hverfis við stofnanir og þjónustu

2. Þjónusta við fjölskyldur

a. Stuðningur við Heilsueflandi Breiðholt Styðja að aukinni hreyfingu barna og ungmenna með aukinni notkun frístundakorts

b. Stuðningur við uppbyggingu fjölskyldumiðstöðvar í Breiðholti

c. Stuðningur við Menntun núna

3. Sjálfbært hverfi

a. Þátttaka í hverfisskipulagi

b. Stuðlað að vistvænum samgöngum

c. Ræktunarmöguleikar fyrir matjurtir

d. Styðja við framþróun í flokkun og losun úrgangs

e. Menntun og fræðsla um sjálfbæra þróun, útikennslu o.fl. f. Hvatt til þátttöku og framþróunar í Grænum skrefum

4. Efling félagsauðs

a. Unnið að jákvæðum viðhorfum

b. Stuðlað að viðburðum og uppákomum í hverfinu

c. Bætt upplýsingaflæði um þjónustu

d. Fræðsla um mannréttindi og margbreytileika samfélagsins

e. Leita leiða til að bæta móttöku nýrra íbúa í hverfinu

f. Ráðningar í stofnunum taki mið af margbreytileika hverfisins

5. Samstarf og starfsemi fyrirtækja og félagasamtaka

a. Uppbyggileg samskipti og samstarf við fyrirtæki um umbætur og umhirðu lóða og fasteigna.

b. Stuðningur og samstarf við félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og hópa um ýmis verkefni hverfinu til góða.

c. Efla öryggisvitund í hverfinu með íbúum, lögreglu og öðrum hagsmunaaðilum, m.a. í gegnum verkefni eins og hverfarölt og nágrannavörslu.

Þurfum á ykkar hugmyndum, stuðningi og krafti að halda

Nú er það bara fyrir okkur að hefja vinnu við að sinna verkinu. Við getum auðvitað ekki gera það ein. Við þurfum á ykkar hugmyndum, stuðningi og krafti að halda. Við teljum að þessi stefnumið séu lifandi og eigi að vera í stöðugri þróun, þar sem við tökum mið af öllum möguleikum sem liggja hér í okkar sérstöðu, íbúum og umhverfi. Ég vona svo sannarlega að þið sjáið einhver tækifæri í þessum stefnumið og eru til í að vinna með okkur, kalla til okkur, eða einfaldlega fylgjast vel með okkur.

Að þessi sögðu ég vil óska ykkur allra fyrir hönd Hverfisráðs Breiðholts Gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs. Þakka ykkur fyrir góðar stundir á liðnum árum. Vá hvað ég hlakka til að vera Breiðholtsbúi árið 2016.

Nichole Light Mosty.

Formaður Hverfisráðs Breiðholts.

You may also like...