Vegna fréttar í Nesfréttum

Nesid

Í febrúarútgáfu Nesfrétta birtist frétt um deiliskipulag á Vestursvæðum Seltjarnarness. Í fréttinni er vitnað í Bjarna Torfa Álfþórsson, formann skipulagsnefndar og forseta bæjarstjórnar. Umræða um byggingu áhaldahúss hefur ekki farið fram í bæjarstjórn og áform því ekki verið kynnt um byggingu á aðstöðu fyrir þjónustumiðstöð hvorki þar né annarsstaðar.

Bæjaryfirvöld hafa auk þess lýst því að tekið verði tillit til vilja bæjarbúa komi til byggingaráforma. Ritstjórn Nesfrétta vill koma því á framfæri að ekki var haft samband við Bjarna Torfa vegna vinnslu þessarar fréttar heldur stuðst við heimildir. Er Bjarni beðinn velvirðingar á því.

Kristján Jóhannsson, útgefandi og ábyrgðarmaður Nesfrétta.

You may also like...