Tilboða leitað í tvöföldun hjólastígs

hjól

Þessa dagana er verið að leita tilboða í fyrsta áfanga tvöföldunar hjólastígs sem liggur frá bæjarmörkunum við Norðurströndina að Snoppu. Verkefnið er vandmeðfarið og verður þess gætt í hvívetna að sem minnst rask verði á náttúrunni og umhverfinu, en gert er ráð fyrir að lagning brautarinnar geti tekið allt að þremur mánuðum.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund á meðan á framkvæmdum stendur. Í ljósi umræðna um hættur sem steðja að vegfarendum á göngu- og hjólastígum bæjarins hefur Seltjarnarnesbær tekið ákvörðun um að bregðast við núverandi ástandi með því að tvöfalda stíginn hringinn í kringum Nesið og aðgreina þar með umferð hjólandi og gangandi. Með þessu vonast bæjaryfirvöld til að allir geti notið náttúru og útivistar á Seltjarnarnesi á þann hátt sem þeir kjósa og í sátt og samlyndi.

You may also like...