Miklar breytingar við Hverfisgötu

Brynjureitur 1 1

Nú er verið að rífa gömul bakhús á lóðunum á milli Hverfisgötu og Laugavegar austan Klapparstígs eða á svokölluðum Brynjureit. Einnig er áformað að rífa hús við Hverfisgötu. Þessi hús eru börn síns tíma sum byggð úr kassafjölum og algerlega ónýt. Búið hefur þó verið í flestum þeirra fram undir þetta. Sum þeirra urðu hústökufólki að bráð á lokakafla lífs sína. Þegar vinnuvél hóf að brjóta húsin niður kom í ljós og búslóðir og jafnvel fatnaður höfði verið skilin eftir í sumum þeirra.

Sam­kvæmt nýju deili­skipu­lagi sem borgarráð hefur nýverið samþykkt breyt­ist ásýnd Lauga­veg­ar lítið en tals­verðar breyt­ing­ar verða á byggðinni við Hverf­isgötu sem sam­ræmd verður bygg­ing­um í ná­grenn­inu. Á reitn­um mun rísa blönduð byggð íbúða og at­vinnu­hús­næðis með göngu­göt­um sem tengja Laugaveg, Hverf­is­götu og Klapp­ar­stíg. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Brynjureit­ur mark­ast af Lauga­vegi, Vatns­stíg, Hverf­is­götu og Klapp­ar­stíg, en deili­skipu­lagi verður breytt á hluta reits­ins sem tek­ur yfir Hverf­is­götu 40 til 44, Klapp­ar­stíg 31 og Lauga­veg 23, 27A og 27B. All­ur reit­ur­inn sem deili­skipu­lagið nær til er 7.436 fer­metr­ar að stærð en breyt­ing­in á reitn­um nær til 2.670 fermetra. Deili­skipu­lagstil­lag­an á reitn­um var aug­lýst frá 21. nóv­em­ber 2012 til og með 4. janú­ar 2013 og bár­ust tvö at­huga­semda­bréf. Til­lag­an var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði 16. janú­ar 2013.

Samfellt yfirbragð

Á Brynjureit verður gert ráð fyr­ir ný­bygg­ing­um að Hverf­is­götu 40, 42 og 44 og einnig að byggt verði á baklóðum. Yf­ir­bragð reits­ins við Hverf­is­götu verður nokkuð sam­fellt og götu­mynd­in styrk­ist mikið. Ný­bygg­ing­ar við göt­una eiga að taka mið af nær­liggj­andi hús­um. Ásýnd Lauga­vegs breyt­ist ekki, en húsið sem stend­ur við Lauga­veg 23 verður gert upp en húsið var friðað með nýj­um lög­um um menn­ing­ar­minj­ar 1. janú­ar 2013. Í fyrri deili­skipu­lagstil­lögu var áformað að flytja það eða rífa.

Sex metra breið göngugata

Allt að sex metra breið göngu­gata verður fyr­ir miðju reits­ins og teng­ir sam­an Lauga­veg og Hverf­is­götu. Aðkoma frá Lauga­vegi verður á milli Lauga­vegs 25 – 27 en teng­ing við Hverf­is­götu verður í gegn­um Hverf­is­götu 42 með lyftu og stiga­kjarna. Einnig verður aðkoma að göngu­göt­unni frá Klapp­ar­stíg, á milli Klapp­ar­stígs 29 og 31 og mynd­ast þannig göngu­tengsl að Hljómalind­ar­reit. Lágmarks­breidd þess stígs verður 3.5 metri. Er gert ráð fyr­ir að meðfram göngu­göt­unni verði versl­un­ar-, at­vinnu- og þjón­ustu­hús­næði á jarðhæð. Göngugötunni verður lokað á næt­urn­ar.

You may also like...