Útgjöld vegna hjólastígs og launahækkana

hjól

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt viðauka tvö við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 65.986.000. Er viðaukinn vegna framkvæmda við gerð hjólastígs með fram Norðurströnd að Gróttu. Þessum aukna kostnaði skal samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar mæta með lækkun á handbæru fé bæjarfélagsins um sömu fjárhæð.

Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt viðauka þrjú við sömu fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 13.423.861 vegna breytingar sem hafa orðið á kjarasamningum frá gerð fjárhagsáætlunar. Á sama hátt skal umræddum kostnaði mætt með lækkun á handbæru fé að sömu fjárhæð. Þá hefur bæjarráð samþykkt tekjuauka að upphæð kr. 14.000.000 vegna aukinna útsvarstekna.

You may also like...