Grunnstöðvanetið endurmælt frá Valhúsahæð

Upphafs

Á næstu mánuðum stendur til að endurmæla og – reikna alla punkta í grunnstöðvaneti landmælinga á Íslandi.

Verkefninu var formlega ýtt úr vör nýlega þegar mælitæki var sett af stað á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi en frá árinu 1904 hefur þar verið einn af grunnpunktum í mælikerfi landsins. Umræddur grunnpunktur, sem fjallað er um, er svokallaður Landamerkjasteinn með áletruninni LANDAMERKI. Steinninn var skráður í fornleifaskráningu árið 1980 en líklegt má telja að steinninn hafi átt að marka land á milli norðan- og sunnanverðs Ness þegar honum var komið fyrir.

You may also like...