Gervigrasvöllur á Landakotstún

Tölvugerð mynd sem sýnir hvar gervigrasvöllurinn verður staðsettur á Landakotstúni.

Gervigrasvöllur verður settur upp á Landakotstúni. Gert er ráð fyrir að nota völlinn fyrir boltaíþróttir en einnig almennan leik. Vallarsvæðið á að vera allt að 21×36 metrar að stærð, sem er sambærileg stærð þeim völlum sem fólk þekkir annars staðar frá í borginni. 

Samhliða þessum breytingum verður leik- og dvalarsvæðið endurhannað. Lögð verður áhersla á að skapa aðgengilegt svæði fyrir alla og aðlaðandi áningarstað. Með þessu verður stærra svæði innan Landakotstúns skilgreint sem leik-, íþrótta- og dvalarsvæði með það að markmiði að efla útivistarsvæði túnsins. Nýja svæðið mun einnig geta nýst skólabörnum og með breytingunum verður möguleiki á fjölbreyttari notkun túnsins fyrir íbúa í nágrenninu.

You may also like...