Timburhús á Nýlendureitnum

Seljavegur-2 1

Búið er að grafa fyrir hluta þeirra bygginga sem fyrirhugaðar eru á horni Mýrargötu og Seljavegs.

Hafin er undirbúningur að byggingu íbúðarhúsnæðis á Nýlendureitnun á horni Seljavegar og Mýrargötu. Gert er ráð fyrir að um byggingu timburhúsa verði að ræða auk þess ekki verður sprengt fyrir kjöllurum undir þeim heldur verða þau að sögn Hjálmars Sveinssonar formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar byggð ofan á klappir sem þarna er að finna líkt og gert fyrr á árum.

Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að reisa allt að 1.440 fermetra fimm sambyggð hús á fyrrgreindu byggingasvæði. Deiliskipulag gerir ráð fyrir að reist verði íbúðarhús við Mýrargötu 27 og 29 og Seljaveg 1A og 1B en á hornlóðinni við Mýrargötu 31 er gert ráð fyrir verslun eða þjónustu á 1. hæð en íbúðum á efri hæðum.

You may also like...