Lindarbrautin malbikuð í sumar

Lindarbraut á Seltjarnarnesi.

Lindabrautin á Seltjarnarnesi verður malbikuð í sumar og verður byrjað í næstu eða þarnæstu viku.

Einnig átti að malbika Nesveginn í sumar en bæjaryfirvöld hafa slegið því á frest. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að hanna Bygggarðasvæðið í haust og þá verður byrjað að ganga frá götum í hverfinu. Þá má geta þess að bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í vor steinsteyptan vegg á lóð Guðmundur Kristjánsson kenndan við Brim en hann er að láta reisa hann í kringum hús sín við Vegamót. Einnig eru hafnar framkvæmdir á bílaplaninu á Eiðistorgi þar sem göngustígur mun liggja í gegnum bílaplanið.

You may also like...