Trönurnar endurreistar
Trönurnar við Snoppu hafa löngum þótt eitt af merkari kennileitum bæjarins og verður fengur af því að fá þær aftur á sinn stað hafa verið endurreisa þær.
Framkvæmdina má rekja til þess að Jón Snæbjörnsson vakti athygli á því á Facebook hvort ekki væri ástæða til að endurreisa trönurnar eftir óveðrið sem geisaði í apríl árið 2015. Seltjarnarnesbær vill þakka Jóni framtakið sem og öllum þeim Seltirningum sem komu að endurgerðinni.
Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri bæjarins sá ásamt Jóni um að útvega efni en að endurbyggingunni komu m.a. Örn Felixson, Jón Snæbjörnsson, Ingimar Sigurðsson, Páll Vilhjálmsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Kolbeins, Jónatan Guðjónsson, Örn Óskarsson, Guðmundur Ingi Hjartarson, Guðjón Sigurður Jónatansson og Þórður Ægir Jensson. Bærinn þakkar íbúum fyrir þetta framtak.
Við Gróttu á Seltjarnarnesi var fyrir áratugum síðan mikil útgerð. Þar voru margir útvegsbændur og áttu Seltirningar árið 1884 40 sexæringa og níu áttæringa. Um svipað leyti áttu Seltirningar átta skonnortur til viðbótar. Það voru fyrstu þilskipin. Skútu- og þilskipaútgerð frá Seltjarnarnesi náði hámarki 1904. Eftir það fór að fjara undan útgerðinni á Seltjarnarnesi.
Margir fiskihjallar voru á Seltjarnarnesi en heyra þeir nú sögunni til. Trönur hafa líka lengi staðið við Gróttu til þurrkunar á fiski. Árið 2006 voru miklar trönur reistar við Gróttu til minningar um útgerðina og fiskverkunina. Krakkar léku sér löngum við að klöngrast í þeim og höfðu gaman af að láta foreldra eða aðra umsjónarmenn elta sig á þeim.
Kaldir vindar geta verið ansi hvassir við ströndina. Trönurnar við Gróttu hafa ekki farið varhluta af því en þær hrundu eins og spilaborg í ofsaveðri sem geysaði á Nesinu vorið 2015.