Vilja gera breytingar á Næpunni

Skálholtsstígur 7 eða Næpan eins og byggingin hefur verið kölluð í áratugi. Nafngiftin er trúlega dregið af byggingarlagi hússins.

Fossar ehf. Borgartúni 27 105 Reykjavík hafa óskað eftir að gera breytingar á Skálholtsstíg 7 en það er Næpan eitt af sögufrægari húsum í Reykjavík.

Sótt hefur verið um leyfi til að gera tvennar nýjar dyr í kjallara til norðurs en loka einum dyrum á núverandi stigahúsi, síkka glugga í kjallara til norðurs og múra upp í glugga kjallara að Þingholtsstræti, gera svalir í horni við stigahús á 2. hæð til norðurs og gera hurð í gluggastæði, reisa skyggni yfir nýjum kjallarainngangi og breyta innra skipulagi þannig að geymsluloft er tekið niður og íbúð á 2. hæð verður skrifstofa í húsi á annarri hæð. Umsókninni fylgdi umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 25. júní 2020, umsögn Minjastofnun Íslands dags. 7. september 2020, yfirlit breytinga móttekið 10. september 2020, bréf hönnuðar um breytingu á texta umsóknar, yfirlit breytinga dags. 21. september 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. september 2020.

Það eru hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson sem standa að baki Fossum ehf. og eiga húsið. Þau hafa verið umsvifamikil í fasteignaviðskiptum í miðbænum og keyptu til að mynda Ásmundarsal við Freyjugötu 41.

You may also like...