Göngubrú yfir Breiðholtsbraut
Ákveðið er að byggja göngubrú yfir Breiðholtsbraut til þess að tengja Fella- og Seljahverfi saman og hefur þegar verið auglýst deiliskipulag fyrir brúna.
Auk brúarinnar verða lagðir stígar austan megin við Breiðholtsbrautina sem tengjast við Fellahverfið, bæði til suðurs og austurs. Heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er áætlaður 109 milljónir samkvæmt mati sem Efla verkfræðistofa vann. Í mati Eflu kemur fram að reiknað er með því að gera 78 metra langa brú. Innifalið í því er stígatenging yfir Norðurfell og milli Suðurfells og Þórufells allt að biðstöð strætó við Suðurfell.