Metár framundan í byggingum

Tölvumynd af nýbyggingum og eldri uppgerðum húsum á horni Tryggvagötu og Norðurstígs. Gamla Fiskhöllin með turninum er fremst á myndinni. Þarna eru felldar saman nýbyggingar og eldri hús til að skapa heildstæða götumynd.

Í fjár­hags­áætl­un Reykjavíkurborg­ar­ til næstu fimm ára er gert ráð fyr­ir að tekjur af sölu muni nema 3,7 til 4,4 millj­örðum ár­lega. Einnig er gert ráð fyr­ir um 800 millj­ón­um verði veitt í svokallaða stofnstyrki vegna verk­efna leigufélaga sem ætla að byggja fyr­ir náms­menn, tekju­lægri einstaklinga og fjölskyldur og fé­lagsleg­ar íbúðir. Sam­kvæmt því má áætla að ár­lega megi reisa íbúðir að verðmæti 6,5 millj­arðar króna tengt því verk­efni.

Í upplýsingum sem komu fram á kynningarfundi borgarstjóra á dögunum um uppbyggingu í Reykjavík að um 20% Reykvíkinga búa í dag í leiguhúsnæði og um 26% svarenda í könnun telji að leiguhúsnæði verði næstu kostur þeirra. Í dag eru um 10 þúsund leigusamningar í Reykjavík en þyrftu að vera um 13 þúsund miðað við þessar tölur sem þýðir að nú vantar um þrjú þúsund íbúðir á leigumarkaðinn. Gert er ráð fyrir að um fimm þúsund íbúðir verði byggðar í Reykjavík fram til ársins 2020 sem þýðir að um 1.300 íbúðir þurfa að vera leiguíbúðir. Ef gert er þá fyrir að nú þegar vanti um þrjú þúsund íbúðir á leigumarkaðinn þarf þeim að fjölga um 4.300 á næstu fjórum árum fram til ársins 2020.

Áfram byggt á vestur og miðsvæðinu

Á Vestur- og miðsvæðinu er gert ráð fyrir 275 nýjum íbúðum á Héðinsreitnum og 170 íbúðum á Steindórsreit við Hringbraut sem stundum er kenndur við BYKO. Gert er ráð fyrir 78 íbúðum við Keilugranda og 220 við Sæmundargötu sem er á háskólasvæðinu. Þessar byggingar eru til viðbótar við þau byggingarleyfi sem þegar er búið að gefa út. Fyrir utan þetta eru um átta þúsund íbúðir komnar í þróun þótt eiginlegt skipulagsferli sé ekki hafið. Nokkur hluti þeirra íbúða er fyrirhugaður á Vestur- og miðsvæði borgarinnar. Þar af eru um 800 íbúðir í Skerjafirði austan núverandi byggðar þar og 350 íbúðir á svæðinu í kringum Háskóla Íslands. Bygging um 200 íbúða er til skoðunar á Stjórnarráðsreitnum og 50 íbúðir á Landhelgisgæslureitnum í Vesturbænum.

Metár framundan

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði metár vera framundan í bygg­ingu íbúðar­hús­næðis í Reykja­vík þegar hann kynnti fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borgar fyrir skömmu. Hann sagði borg­ina hafa lagt áherslu að tryggja meiri möguleika á leigu- og bú­setu­rétta­r­í­búða sem yrði hluti þess­ar upp­bygg­ing­ar og þar skipti skipu­lag nýrra bygg­ing­ar­svæða miklu máli.

You may also like...