Kvöldmáltíðin í Seltjarnarneskirkju

Kvöldmáltíðargestir sitja til borðs í Seltjarnarneskirkju á skírdagskvöld.

Á skírdag var sú nýbreytni tekin upp í Seltjarnarneskirkju, að efnt var til kvöldmáltíðar í kirkjunni kl. 18 og þannig minnst síðustu kvöldmáltíðar Jesú Krists með lærisveinum sínum.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur setti fram þessa hugmynd sem er að danskri fyrirmynd og fékk hún eindreginn stuðning sóknarnefndar. Lagt var á borð fyrir 54 og gestirnir urðu 51. „Þetta var ákaflega hátíðleg stund,“ segir séra Bjarni. Orðin er föst og vinsæl venja að lesa alla 50 Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar upp í Seltjarnarneskirkju á Föstudaginn langa. Hópur karla og kvenna á öllum aldri las þá. Fögur tónlist var flutt í hléum á milli lestrana.

You may also like...