Þúsundir íbúða og hótel í nágrenni flugvallarins
Til íhugunar er að heimila fleiri byggingar í fyrirhuguðu hverfi við Reykjavíkurflugvöll en áður var miðað við. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að fjölga íbúðum á Hlíðarendasvæðinu úr 600 í 780.
Skammt frá stendur til að byggja nýtt hverfi í Skerjabyggð. Þar er gert ráð fyrir að á bilinu 800 til 1.000 íbúðir muni rísa. Verði þeim fjölgað um 30%, eins og gert er ráð fyrir við Hlíðarenda gætu þær orðið um 1.300 á næstu árum. Við þetta má bæta að Háskólinn í Reykjavík er að byggja 500 til 700 manna stúdentahverfi austar í Vatnsmýri. Vestan flugvallarins stendur til að byggja 230 stúdentabúðir í Vísindagörðum. Á vegum Reykjavíkurborgar er unnið að undirbúning sölu á svonefndum G-reit vestast á Hlíðarendareitum. Norðan Hringbrautar er síðan áformað að leyfa byggingu 200 herbergja hótels á BSÍ-reitnum.