Verðlag á Seltjarnarnesi með því hæsta

Verðlag íbúða á Seltjarnarnesi virðist með því hæsta á landinu þessa dagana. Fyrir skömmu var seld íbúð á efstu hæð í nýlegu fjölbýli við Hrólfsskálamel á 230 til 250 milljónir króna og mun söluferlið hafa aðeins tekið tvo daga.

Nú eru í sölu tvær síðustu óseldu íbúðirnar í yngstu blokkinni á Hrólfsskálamelnum. Söluverð annarrar þeirra er 198 milljónir en hinnar 145 milljónir. Þegar íbúðir í þessum nýju byggingu komu í sölu seldust þær mjög hratt og voru kaupendur að hluta eldra fólk af Seltjarnarnesi sem var að minnka við sig húsnæði.

You may also like...