Miklar endurbætur við Bakkaborg

Hér má sjá hluta leiksvæðisins sem er klætt mjúku undirlagi sem dregur verulega úr eða fyrirbyggir hættu á meiðslum. Flottir drekar eru á meðal þess sem er á lóðinni.

Miklar endurbætur hafa farið fram á lóðinni við leikskólann Bakkaborg í Neðra Breiðholti. Lóðin hefur öll verið endurnýjuð og skipt um leiktæki auk þess sem hiti hefur verið settur í stéttar. Verið að ganga endanlega frá baklóðinni og eru verklok áætluð síðla í ágúst.

Þetta er síðari áfangi endurbyggingar lóðarinnar við Bakkaborg en heildarkostnaður er um 101 milljón króna en 75 milljónum er árlega veitt til endurgerðar leikskóla í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar. Eins og sjá má af myndum eru leiktæki og búnaður af nýjustu gerð þar sem hugarflug hefur fengið að njóta sín til fulls.

Blómabeðin á leikskólalóðinni eru gerð úr trjábolum og eru sannarlega umhverfisvæn.

You may also like...