Lokaáfanginn við Grandaveg kominn í sölu

Grandavegur 42 eins og byggingin mun líta út þegar framkvæmdum verður lokið.

Nýverið hófst sala á lokaáfanganum við Grandaveg 42 sem lengi var kennt við fyrirtækið Lýsi og kölluð Lýsislóðin. Í þeim áfanga sem nú er boðin til sölu eru fjölbýlin sem snúa út að Eiðisgranda sjávarmegin. Alls er um að ræða 85 íbúðir í þremur stigagöngum sem eru allt frá sex upp í níu hæða byggingar með íbúðum sem margar hverjar njóta stórkostlegs útsýnis.

Um er að ræða tveggja herbergja íbúðir með yfirbyggðum suðursvölum og þriggja herbergja íbúðir sem flestar eru með tvennum yfirbyggðum svölum sem snúa í suður og einnig norður með glæsilegu sjávarútsýni. Þriggja herbergja íbúðirnar eru fáanlegar í þremur mismunandi útfærslum og það hefur verið skemmtilegt að sjá að nær undantekningarlaust finna áhugasamir réttu íbúðina fyrir sig enda eru yfir 30 íbúðir nú þegar seldar á fyrstu vikunum. Glæsileg sýningaríbúð hefur verið standsett og sýnir vel hversu glæsilegar íbúðirnar koma til með að vera.

Fyrsta afhending í október

Fyrstu íbúðirnar í þessum lokaáfanga verða afhentar í október n.k. en þær síðustu í apríl á næsta ári. Við erum daglega að sýna íbúðir og eftirspurnin er mjög mikil enda ekki á hverjum degi sem nýjar glæsilegar íbúðir með útsýni til sjávar koma í sölu í vesturbæ Reykjavíkur. Í boði eru einnig íbúðir á efstu hæð með þakrými sem er allt að 150 fm að stærð og hægt er m.a. að koma upp aðstöðu fyrir heitum potti þar. Margir eru að minnka við sig og getum við boðið þeim aðilum upp á ókeypis verðmat á þeirra eignum til að auðvelda kaupáætlun sem í mörgum tilfellum er nokkuð rúm þar sem síðustu íbúðirnar verða afhentar næsta vor.

Yfirbyggðar svalir vöktu athygli

Framkvæmdir við byggingu fjölbýlishúsa við Grandaveg 42 fyrir um þremur árum. Það var svo um mitt ár 2016 sem söluferli hófst á fyrsta áfanga þeirra bygginga sem voru tilbúnar eða alls 56 íbúðir frá tveggja til fjögurra herbergja að stærð. Íbúðirnar voru mjög eftirsóttar og seldust upp á innan við þremur mánuðum og allir íbúar eru fluttir inn í dag. Yfirbygging svala á íbúðunum vakti mikla athygli en um var að ræða hreina viðbót við uppgefna fermetra íbúða sem gat numið allt frá 20 fm og upp í tæpa 40 fm á nýjasta áfanganum. Vandaðar innréttingar frá HTH ásamt veglegum eldhústækjum sem fylgja með s.s. ísskápur, uppþvottavél, ofnar og helluborð frá AEG hafa einnig haft sitt að segja ásamt því sem að stæði í lokaðri bílageymslu fylgir hverri íbúð.

Fyrstu íbúðirnar í þessum lokaáfanga verða afhentar í október n.k. en þær síðustu í apríl á næsta ári.

You may also like...