Mun draga verulega úr umferð olíubíla um Vesturbæinn

Olíupramminn Barkur og Togarinn dráttarbátur Skipaþjónustu Íslands á siglingu um sundin. Eins og sjá má ýtir dráttarbáturinn prammanum á undan sér en hann gengur ekki fyrir eigin vélarafli. Mynd. Skipaþjónusta Íslands.

Stór olíuprammi hefur verið keyptur hingað til lands. Olíupramminn tekur 1000 rúmmetra af eldsneyti í farmgeyma eða um farm 30 olíubíla. Með prammanum mun draga verulega úr olíuflutningum með bílum um Vestubæ Reykjavíkur og Miðborgina – nokkuð sem margir hafa beðið eftir.

Þetta er fyrsti olíupramminn sem Íslendingar eignast. Hann er í eigu Skeljungs og Skipaþjónustu Íslands og nefnist Barkur. Pramminn geng­ur ekki fyr­ir eig­in vélarafli og því mun Tog­ar­inn sem er drátt­ar­bát­ur Skipaþjónustunnar færa hann milli staða. Með prammanum er unnt að dæla eldsneyti í skip á sama tíma og löndun eða lestun fer fram og spara þannig dýrmætan tíma. Auk­in um­ferð skipa til Reykjavíkur kallar á þjón­ustu af þessu tagi auk þess að létta á umferð á landi.

You may also like...