Melarapp í Selinu
Föstudaginn 20. apríl fóru fram tónleikarnir Melarapp í frístundarheimilinu Selinu við Melaskóla. Viðburðurinn var hluti af barnamenningarhátíðinni í Reykjavík og er þetta í annað árið í röð sem Melarapp er haldið.
Í ár komu fram ungir rapparar; Ísak og Kári úr Hlíðaskóla og Sunna Dís úr Hagaskóla áður en JóiPé og Króli stigu á stokk og trylltu lýðinn. Tónleikarnir gengu frábærlega og héldu börn og foreldrar heim á leið eftir tónleikana með bros á vör. Töluverður fjöldi sótti tónleikana eða tæplega 500 manns.