Dansgarðurinn á Dance World Cup

Nemendur Dansgarðsins, Óskanda á Eiðistorginu og Klassíska listdansskólans á Grensásveginum og í Mjóddinni, tóku þátt í undankeppni Dance World Cup í Borgarleikhúsinu. 

Alls voru 10 atriði frá Dansgarðinum í ár og fengu allir nemendur Dansgarðsins þátttökurétt til að fara fyrir hönd Íslands í Dance World Cup sem haldin verður í borginni Braga í Portúgal í sumar, dagana 30. júní – 8. júlí. Lærdómsríkt er að taka þátt í æfingaferli sem fylgir því að taka þátt í svona keppni og skemmtilegt tækifæri að sýna á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu fyrir bæði dómara og fullan sal af áhorfendum ásamt því að hitta nemendur frá öðrum skólum landsins. Við í Dansgarðinum er mjög stolt af dansnemendunum okkar og hlökkum til að stækka sjóndeildarhringinn og keppa fyrir hönd Íslands í sumar.

Myndirnar eru frá undankeppninni.

You may also like...