Nágrannavarsla á ný í Breiðholti

Verkefni um nágrannavörslu er aftur að fara af stað í Breiðholti. Nýlega var haldinn opinn fundur í Gerðubergi til að kynna á ný verkefnið „Nágrannavarsla“. Verkefni hófst upphaflega í Breiðholti árið 2006 en nú á að gera átak til þess að endurvekja það. Þjónustumiðstöð Breiðholts er ábyrgðaraðili Nágrannarvörslu.

Nágrannavarsla er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og íbúa og gengur út á það að íbúar taka höndum saman í forvarnaskyni. Nágrannavarsla er ein leið til að hindra innbrot og eignatjón. Meginmarkmið nágrannavörslu er að halda afbrotum frá viðkomandi götu eða hverfi auk þess sem það tengir fólk samanþ Vekefnið á einnig að efla félagsauð, samheldni og myndar þar með öruggara og ánægjulegra nágrenni. Í nágrannavörslu felst hlutverk íbúa í því að vera „augu og eyru“ götunnar eða hverfisins.

Ekki aðeins eigur heldur líka fólk

Nágrannavarsla gengur ekki eingöngu út á það að vernda eigur fólks heldur líka að líta eftir íbúum götunnar eða hverfissins. Það má gera með því t.d. að líða ekki einelti, hvort heldur er meðal barna eða fullorðinna og láta vita af eftirlitslausum partýum ungmenna þegar enginn fullorðinn er á staðnum.

Góður granni hefur auga með grunsamlegum bíla- og mannaferðum við húsin í kringum sig, sér um að passa upp á að póstur safnist ekki upp í bréfalúgu, setur sorp í ruslatunnur nágrannans þegar farið er í burtu í lengri tíma og leggur jafnvel bílnum sínum í innkeyrslu nágrannans. Þá er gott ráð þegar snjór er yfir að gengið sé upp að húsi nágrannans og látið líta út sem einhver umferð sé inn í húsið.

Nichole Leigh Mosty annast verkefni um nágrannavörslu á vegum Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Nágrannavarsla hefur sannað sig

Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað. Á fundnum fór fulltrúi frá lögreglunni á höfðaborgasvæðinu yfir nýja tölfræði um innbrot í Breiðholti og þróun nágrannavörslunnar, auk þess sem kynnt var verkefni um hverfarölt sem er spennandi viðfangsefni fyrir íbúa í hverfinu. Þeim sem vilja taka upp nágrannavörslu er bent á að hafa samband við verkefnastjóri hjá Fjölskyldumiðstöð Breiðholts í Geðubergi í síma 411 1300 eða í gegnum netfangið nichole.leigh.mosty@reykjavik.is.

You may also like...