Uppbygging í Bygggörðum að fara af stað
Nú er uppbygging að fara af stað á Bygggarðasvæðinu á Seltjarnarnesi. Sjóður sem er í rekstri Stefnis hf. annast verkefnið en sjóðurinn festi kaup á Landey ehf. þann 24. apríl sl.
Nú er unnið að því að yfirfara skipulag á Bygggarðasvæðinu þar sem áhersla verður lögð á sérstöðu þess, tengingu við náttúru og nánasta umhverfi. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir um leið og því verkefni lýkur. Stefnir er stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins með um 350 milljarða króna í stýringu. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri kveðst fagna því að þetta verkefni sé nú komið í fullan gang hjá nýjum eigendum.