Nemendaverðlaunin afhent í Hólabrekkuskóla

Frá afhendingu nemendaverðlaunanna í Hólabrekkuskóla.

Silvía Rut Jónsdóttir úr Fellaskóla, Kamila Biraczewska úr Hólabrekkuskóla og Axel Örn Arnarson úr Seljaskóla hlutu nemendaverðlaun að þessu sinni en þau eru veitt þeim grunnskólanemum sem skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfsins. 

Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og bókar og tóku alls 36 nemendur úr 4. til 10. bekk í grunnskólum borgarinnar við verðlaunum að þessu sinni fyrir að vera góðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Við athöfnina í Hólabrekkuskóla flutti Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs ávarp, nemendur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og Tónskóla Sigursveins voru með tónlistaratriði. Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru nú afhent í sextánda skipti en síðan vorið 2003 hafa árlega verið veittar viðurkenningar og verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar sem skara fram úr í námi og starfi. 

You may also like...