Þurfum að efla tækifæri íbúanna til að vera virkir

Skemmtihlaup 4. júlí í Michigan sem nágrannavarsla foreldra mínna stendur fyrir.

– Nichole Leigh Mosty skrifar um nágrannavörslu og félagsauð –

Í maí síðast liðnum var haldinn fundur um Nágrannavörsluverkefnið í Breiðholti og ég vil þakka þeim sem gáfu sér tíma til að mæta. Sem verkefnisstjóri hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts er á mína ábyrgð að vinna í nánu samstarfi með götustjórum og íbúum í tengslum við nágrannavörslu. Breiðholt hefur lengi verið eitt virkasta hverfi hvað nágrannavörslu varðar. Það hefur verið markmið hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts að elfa enn tengsl milli íbúa og borgakerfisins. Það er mín skoðun að nágrannavarsla sé tilvalin vettvangur fyrir íbúana að eiga samtal um hversdags líf og þarfir í Breiðholti.

Til að átta sig betur á þeim möguleikum sem nágrannavarsla bíður upp á leitaði ég að uppruna verkefnisins. Nágrannavarsla („Neighborhood watch“) sem er verkefnið sem var sett af stað formlega árið 1972 í Bandaríkjunum. Nágrannavarsla er talinn vera stærsta sjálfboðaliðastarfsemi í forvörnum í heiminum, haldið gangandi af íbúum í samstarfi við yfirvöld, sveitarfélög, borgarhluta og lögreglu. Þegar lesið er um rætur verkefnisins er það augljóst að það var fyrst og fremst hugsað sem leið til að virkja íbúana um tilkynningarskyldu sína og til að halda afbrotum frá viðkomandi götu eða hverfi. Ég man ennþá eftir auglýsingum í sjónvarpi um „McGruff the crime fighting dog“ sem var hluti af herferðinni til að vekja athygli á verkefninu og ábyrgð bandarískra borgara um að vera vakandi og beita réttum aðferðum við að tilkynna hluti til lögreglunnar.

Að vera augu og eyru

Í nágrannavörslu er það hlutverk íbúa að vera „augu og eyru“ götunnar eða hverfisins en alls ekki að fara í löggæslu hlutverkið sjálft. Það sem kom fljótlega í ljós þarlendis var að verkefnið gegndi mikilvægu hlutverki við að tengja fólk saman, efla félagsauð, samheldni og mynda þar með öruggara og ánægjulegra nágrenni. Í dag er lýsing á verkefnið á vegum Landsamtaka Nágrannavarsla (National Neighborhood Watch) sett fram svona: „Our nation is built on the strength of our citizens. Every day, we encounter situations calling upon us to be the eyes and ears of law enforcement. Not only does neighborhood watch allow citizens to help in the fight against crime, it is also an opportunity for communities to bond through service. The Neighborhood Watch Program draws upon the compassion of average citizens, asking them to lend their neighbors a hand.“ Í mjög laulegri þýðingu gæti það hljómað á þessa leið. „Þjóðin byggir á styrk borgaranna. Á hverjum degi kalla aðstæður á okkur til að vera augu og eyru löggæslu. Nálægðin gerir borgurum kleyft að hjálpa til í baráttunni gegn glæpum. Tækifæri fyrir samfélög felast í að tengjast í gegnum þjónustu. „Í The Neighborhood Watch Program“ biður samúðin borgarana um að lána nágrönnum sínum hönd. ”

Skoðaði hvað verið er að gera í Ameríku

Ég ákvað að á meðan ég var í sumarleyfi á æskuslóðum mínum í sumar að kanna málið og sjá til hvort þar væri verið að gera eitthvað sem við gætum hugsanlega nýtt okkur í Breiðholti. Foreldrar mínir eru þátttakendur í verkefninu. Meira að segja stjúppabbi minn hætti nýlega sem götustjórinn hjá Lakeshore Drive. Þau búa í smábæ í Michigan þar sem eingöngu tíu þúsund manns búa. Í götunni þeirra eru til orðin hálfgerð samtök þar sem fólkið tekur sameiginlega ákvörðun um ýmsar framkvæmdir á borð við snjómokstur og þau vinna í mjög góðu samstarfi við bæjaryfirvöld. Samstarfið felst til dæmis í því að senda ábendingar og er leitað til þeirra vegna vegagerðar, lýsingu, rafmagns, sorps- og fráveitumála. Götusamtökin halda árlega skemmtihlaup og skrúðgöngu 4. júlí, hrekkjavökuveislu fyrir börn, jólahátíð þar sem allir eru með opið hús og nágrannar fara á milli húsanna til að óska hverjum öðrum gleðilegrar hátíðar. Þegar ég spurði um hefðbundið hlutverk nágrannavörslunnar þá var það bara hversdagsleikur nágrannanna að líta eftir húsnæði hvers annars og halda öllum upplýstum um afbrot og grunsamlega hreyfingu í hverfinu og vera með náið samband við lögreglu sem hefur með umsjón og samskipti og samstarf við götustjórann.

Ráðgjafanefnd og tillögusmíð

Götuskilti frá götu í Detroit sem gefur til kynna að virk nágrannavarsla sé fyrir hendi.

Ég gisti einnig hjá bróður mínum og eiginmanni hans sem búa í Detroit í Michigan. Við höfum lesið ýmislegt í fréttum um ástandið þar og ég hugsaði að nú fengi ég að heyra öðruvísi sögur. Þeir eru einnig með virka nágrannavörslu í hverfinu þar sem þeir búa. Áhugavert var að sjá hvernig félagsleg hlutverk með verkefninu hefur haft gríðarleg áhrif á uppbygging hverfisins og öryggistilfinningu sem hinsegin fólk þar er að upplifa. Götustjórar hafa búið til ráðgjafanefnd sem starfar á svipaðan hátt og hverfisráðin hérlendis. Götustjórar fara yfir tillögur og senda tillögur til Borgarráðs hvað varðar málefni íbúana. Þeir eiga reglulega fundi með lögregluyfirvöldum varðandi stöðu í afbrotamálum og starfsemi lögreglunnar. Þeir fá aðsendar umsóknir um breytingar á deiliskipulagi. Þeir eiga sæti fyrir áheyrnarfulltrúi um hátíðarhald í hverfinu og standa fyrir að verðlauna fegurstu götu og garða þess. Enn og aftur þegar ég spurði um hefðbundin hlutverk nágrannavörslunnar kom í ljós að fólk er mjög virkt í að draga úr afbrotum eða halda afbrotum frá hverfinu og götum.

Efla tækifæri íbúanna til að vera virkir

Eftir að hafa kynnst nýjum möguleikum um þróun verkefnisins get ég ekki sagt annað en ég hlakka til áframhaldandi samstarfs og þróun með ykkur hér í Breiðholtinu. Nágrannavarsla miðar að því að styrkja fólk til að vernda sjálfan sig, eignir sínar og draga úr ótta við innbrot með því að bæta heimaöryggi. Þetta snýst um hugsunarhátt, ábyrgð og samkennd. Við ætlum að halda áfram að reyna að efla nágrannavörslu í Breiðholti og með það í huga viljum við elfa tækifæri íbúana til að vera virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Öllum er velkomið að hafa samband og afla sér frekari upplýsingar https://reykjavik.is/nagrannavarsla-i-breidholti .

You may also like...