Allt að 4.200 fermetrar byggðir á Alliancereitnum

Séð yfir Alliance húsið og nágrenni.

Gert er ráð fyrir að byggt verði allt að 4.200 fermetra húsnæðið á svonefndum Alliancereit ofan Örfiriseyjar. Fimm verslunar- og þjónusturými eiga að vera á jarðhæð en íbúðir og jafnvel hótelherbergi á annarri og þriðju hæð. Þetta er samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var fyrr á þessi ári.

Alliancehúsið við Grandagarð 2 er nú í eigu Reykjavíkurborgar en hefur verið auglýst til sölu. Um er að ræða steinsteypt hús byggt á árunum 1924 og 1925 eftir teikningu Guðmundar H. Þorlákssonar, húsameistara. Húsið er talið hafa mikið gildi hvað byggingarlist varðar. Þar liggja meðal annars ástæður þess að borgaryfirvöld í Reykjavík ákváðu að festa kaup á húsinu á árinu 2012. Í dag starfa Sögusafnið, veitingahúsið Matur og drykkur og norðurljósasýning í húsinu.

You may also like...