Hugmyndum um grafreit hafnað

— duftgarður gæti komið til greina —

Umhverfisnefnd Seltjarnarness telur koma til grein að koma upp duftgarði á lóð Seltjarnarneskirkju.

Hugmyndir um grafreit og duftgarð koma öðru hvoru fram á Seltjarnarnesi. Sumum innfæddum og grónum Seltirningum hugnast ekki að verða jarðsettir langt frá heimahögunum.

Nú hefur umhverfisnefnd Seltjarnarness hafnað hugmyndum um grafreit á Vestursvæðunum á Nesinu. Nefndin er hins vegar tilbúin að skoða með opnum huga tillögur um duftgarð á lóð Seltjarnarneskirkju við Kirkjubraut 2 samkvæmt fundargerð. Talið er að ekki sé rúm fyrir hefðbundin grafreit á Seltjarnarnesi. Land á vestursvæðunum liggur einnig lágt ofar sjávarmáli. Þegar grafin eru sex fet niður í jörðina en hætta á að því sem þar yrði komið fyrir myndi lenda neðan sjávarmáls. Allavega þegar stórstreymt er. Um duftgarð þar sem jarðneskum leyfum fólks að lokinni líkbrennslu yrði komið fyrir gegnir öðru máli líkt og segir í afgreiðslu umhverfisnefndar. 

You may also like...