Hresst upp á Strætóstöðina og hverfiskjarnana

Skiptistöð Strætó í Mjóddinni í Breiðholti.

Ætlunin er hressa upp á Strætóstöðina og hverfiskjarnana í Breiðholti. Áformað er að verja 50 milljónum til að breyta gömlu skiptistöð Strætó í Mjódd. Auglýst var eftir rekstraraðila að stöðinni á sama tíma og auglýst var eftir rekstraraðila að Hlemmi. Það bar þó ekki árangur á þeim tíma. Margir fara um skiptistöðina á hverjum degi og nú er hugmyndin um að endurbæta alla inniaðstöðu þar og einnig að laga útisvæðið þótt endanleg ákvörðun um það hafi ekki verið tekin.

Af öðrum verkefnum borgarinnar í Breiðholti má nefna að nú er unnið að skipulagi er miðar að andlitslyftingu á gömlu hverfakjörnum. Í því sambandi verður litið til þess hvað íbúar segja og telja raunhæft að gera á þessum svæðum. Þarna er verið að hugsa um gamla kjarna sem sannarlega mega muna fífil sinn fegurri. Þessir staðir eru við Arnarbakka, Drafnarfell og við Hólmasel í Seljahverfi. 

You may also like...