Fyrstu íbúarnir flytja inn á Seltjörn hjúkrunarheimili

Á myndinni eru þær Halla S. Nikulásdóttir og Dóra María Ingólfsdóttir. Á bak við þær standa frá vinstri Kristín Sigurþórsdóttir, Teitur Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir og Bjarnheiður Ingimundardóttir.

Fyrstu íbúarnir eru fluttir inn á Seltjörn nýja hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi. Það eru heiðurskonurnar Halla S. Nikulásdóttir og Dóra María Ingólfsdóttir sem fluttu þangað 20. mars sl. þegar fyrsta álma þess var tekin í notkun og segja má að með því hafi starfsemi þess hafist.

Gert er ráð fyrir að 10 vistmenn flytji á hjúkrunarheimilið í fyrstu en alls er gert ráð fyrir 40 hjúkrunarrýmum þegar það verður full nýtt. En liggur ekki fyrir hvenær það verður að veruleika en það ræðst m.a. af því hvernig gengur að ráða starfsfólk til þess.

You may also like...