Tengiliðir taka til starfa

Tengiliðirnir. Talið frá vinstri: Fer Benjamin Alin tengiliður við íbúa frá Rúmeníu, Pidsinee Dísa Einarsdóttir tengiliður við íbúa af Tælenskum uppruna, Sabit Vesalaj tengiliður við albönskumælandi íbúa, Karim Askari tengiliður við arabískumælandi íbúa og María Sastre tengiliður við spænskumælandi íbúa í Breiðholti. Þeir sem hafa áhuga á að gerast tengiliðir hafi samband við Þráin Hafsteinsson, verkefnisstjóra á Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Tengiliðir þjóða-, mál- og menningarhópa í Breiðholti hafa tekið að sér hlutverk í tengslum við verkefnið ,,Frístundir í Breiðholti“. 

Nú er nú unnið að því að finna tengiliði sem hafa það hlutverk að miðla upplýsingum um íþrótta- og frístundastarf og aðra þjónustu sem veitt er í hverfinu til sinna hópum á viðkomandi tungumáli. Á myndinni að ofan eru fimm tengiliðir sem allir hafa mismunandi bakgrunn og hafa tekið að sér þetta mikilvæga hlutverk í samstarfi við starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. 

You may also like...