Byrjað verður að endurgera lóð Vesturbæjarskóla í sumar
Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga endurgerðar skólalóðar Vesturbæjarskóla í sumar. Kostnaður við verkið er áætlaður 120 milljónir króna. Framkvæmdir við fyrsta áfanga munu hefjast í sumar og eru áætlaðar á tímabilinu maí til september.
Í fyrsta áfanga verða svæðið þar sem færanlegu kennslustofurnar stóðu endurgert. Komið verður fyrir nýjum leiktækjum auk þess sem yfirborð og lagnir verða endurnýjaðar ásamt gróðri. Áætlað er að framkvæmdir við annan áfanga verði sumarið 2020 en þá verður komið fyrir gervigrasi þar sem nú er svokallað flutningshús við Hringbraut 116 til 118.
Ný og glæsileg viðbygging við Vesturbæjarskóla var tekin í notkun í haust og íþróttasalur skólans stækkaður. Viðbyggingin myndar gott skjól á skólalóðinni auk þess sem rýmra verður um allt skólastarfið og starfsaðstaða þægilegri. Í fyrra var komið fyrir hjólagrindum við skólann til að læsa reiðhjólum við en þær eru mikið notaðar af nemendum og starfsfólki.