Mundo og Fjallabak flytja í húsnæði póstsins á Eiðistorgi

Tvö ferðaþjónustufyrirtæki sem staðsett eru á Eiðistorgi eru að flytja. Þau fara þó ekki langt og verða bæði áfram á Torginu. Ástæða flutninganna er að þeim hefur boðist hentugra húsnæði.

Þetta eru ferðaskrifstofan Mundo sem verið hefur að norðan verðu á fyrstu hæð við hliðina á Vínbúðinni og Fjallabak sem er með starfsemi á hæðinni fyrir ofan þar sem rakarastofa var lengi til húsa. Þessi fyrirtæki hafa nú tekið á leigu það húsnæði þar sem Íslandspóstur var áður en starfsemi hans var flutt í Bændahöllina við Hagatorg. Fyrrum húsnæði póstsins verður skipt í tvennt þannig að hvert ferðaþjónustufyrirtæki fær sitt rými. Pósturinn var í rúmgóðu húsnæði þannig að starfsaðstaða Mundo og Fjallabaks mun batna til muna. Mundo rekur almenna ferðaþjónustu en Fjallabak hefur einkum staðið fyrir ferðum erlendra ferðamanna um Ísland og þá ekki síst hálendi þess og óbyggðir.

Áform eru um að Vínbúðin á Eiðistorgi muni stækka og nýta sér húsnæðið sem Mundo var áður til húsa.

You may also like...