Nýr ÍR frjálsíþróttavöllur opnaður

– fjölbreytt aðstaða á ÍR svæðinu

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri klippti á borða ásamt stúlkum úr ÍR við opnun vallarins.

Nýr frjálsíþróttavöllur ÍR var opnaður 10. maí. Vormót ÍR sem jafnframt var vígslumót vallar­ins var haldið 29. maí. Nýi völlur­inn er bylting fyrir ÍR-inga og Breiðholtsbúa og einnig alla frjálsí­þróttahreyfingu landsins.

Völlurinn mun nýtast vel til að efla íþróttina enn frekar. Frjáls­íþróttavöllurinn er frábær viðbót við mikið uppbyggingarstarf sem hefur átt sér stað á ÍR-svæðinu en þar má nú finna grasvöll, gervigrasvöll, fjölnotahús með gervigrasi og frjálsíþróttaæfingaraðstöðu auk þess sem í félagsheimilinu er æfinga­aðstaða fyrir júdó og taekwondo. Í sumar verður opnað nýtt parkethús sem mun nýtast bæði handbolta- og körfuboltaiðkendum á öllum aldri. Þá er unnið að undirbúningi sér­staka keiluhúss í tengslum við nýja parkethúsið. 

You may also like...