Andrúm Arkitektar unnu hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar og Gestur Ólafsson formaður dómnefndar með verðlaunahöfum í hönnunarsamkeppninni.

Andrúm Arkitektar hluti fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. 

Sýning stóð á Eiðistorgi af öllum innendum keppnistillögum í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla. Sýningin var opnuð föstudaginn 17. maí og við sama tækifæri var tilkynnt um sigurvegarann og veittar viðurkenningar. Áhugi á keppninni var mjög mikill en alls bárust 27 tillögur frá innlendum og erlendum arkitektum.

Tillaga Andrúm arkitekta nefnist Undrabrekka en höfundar hennar eru arkitektarnir Haraldur Örn Jónsson, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson. Í umsögn dómnefndar er tekið fram að um mjög metnaðarfulla tillögu sé að ræða. Þremur öðrum tillögum voru veitt sérstök verðlaun. Höfundar þeirra eru THG arkitektar, ASK arkitektar ehf og Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Að auki fengu þrjár tillögur viðurkenningu í formi innkaupa, en höfundar þeirra eru teymið Andrei Ducu Pedrescu, Horia Racovitan, Kristín Lýðsdóttir, Lucian Racovitan, Páll Jökull, Philip Rufus, Sarkis Sarkysian og Sigþrúður Dóra Jónsdóttir, VA arkitektar og tillage frá Kjellgren Kaminsky Architecture AB, Mareld Landskapsarkitekter AB og Teikn Arkitektaþjónustu ehf.

Verðlaunatillagan frá Andrúm arkitektum.


You may also like...