Fríkirkjusöfnuðurinn 120 ára

— verður minnst við messu sunnudaginn 17. nóvember —

Barnakórinn við Tjörnina eða barnakór Fríkirkjunnar setur sterkan svip á kirkjustarfið og tengir ungt fólk kirkjunni. Hér er kórinn við fjölskyldustund í kirkjunni sunnudaginn 13. október sl. Kórinn tekur reglulega þátt í athöfnum kirkjunnar. Stjórnandi kórsins er Álfheiður Björgvinsdóttir. Mynd: Brynjólfur Bragason.

Fríkirkjusöfnuðurinn verður 120 ára í nóvember. Þess verður minnst með hátíðaguðsþjónustu í Fríkirkjunni sunnudaginn 17. nóvember næst komandi tveimur dögum fyrir sjálfan stofndaginn sem er 19. nóvember. Athöfnin hefst kl. 11.00 að morgni og verður útvarpað á RÚV Rás 1.  

Fríkirkjan var nýtt lýðræðisafl í samfélaginu og hefur alla tíð verið íslensk grasrótarhreyfing. Fríkirkjan var stofnuð af venjulegu fólki – íslenskri alþýðu en ekki af goðum eða höfðingjum erlends eða innlendu ríkisvaldi. Fjölskyldur iðnaðarmanna voru í fararbroddi við stofnun Fríkirkjunnar en aðrar starfsstéttir einkum sjómenn og bændur utan af landi sem voru þá að flytja til bæjarins lögðu hönd á plóg. Fríkirkjan hefur frá upphafi verið helguð mannréttindabaráttu þar sem víðari sýn, kvenréttindi og almennt umburðarlyndi voru höfð að leiðarljósi. Á þeim tíma höfðu konur ekki kosningarétt og takmarkaða möguleika til menntunar. Séra Ólafur Ólafsson annar prestur Fríkirkjunnar var framfarasinnaður jafnréttismaður. Hann var á sínum tíma einn fremsti baráttumaður fyrir frelsi og almennum mannréttindum kvenna. Talið er að allt að helmingur íbúa Reykjavíkur hafi tilheyrt Fríkirkjunni á fyrri hluta síðustu. Þjóðkirkjan brást við þessu með því að skrá fólk í sína söfnuði án þess að spyrja um vilja þess. Ástæður þessa hafa að öllum líkum verið af fjármunalegum toga. Til að geta innheimt sóknargjöld af fólki burt séð frá því hvar það vildi vera í trúarlífi og kirkjustarfi. Á undanförnum áratugum einkum þeim tveim síðustu eða því sem liðið er af þessari öld. Þeir eru nú um tíu þúsund og fer fjölgandi. Rauður þráður í starfi Fríkirkjunnar hafa verið mannréttindi sem hún metur ofar trúarlegum kreddum.

You may also like...