Magnús áfram forseti og formaður

Magnús Örn Guðmundsson var endurkjörinn forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnessbæjar með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá. Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Sigrún Edda Jónsdóttir með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá. Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.  

Magnús Örn Guðmundsson.

Bæjarráð verður einnig óbreytt. Þar eru Magnús Örn Guðmundsson formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson. Varamenn eru Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir fulltrúi N-lista verður áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Í fulltrúaráð SSH sem er Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu voru Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir kosin aðal- og varamenn.

You may also like...