Hönnunarsamkeppnir um nýja leik- og grunnskóla í Skerjafirði

Ákveðið er að fara út í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla í Skerjafirði. Umhverfis- og skipulagssviði verður falið að skilgreina keppnislýsingu og forsendur samkeppninnar í samráði skóla- og frístundasvið.
Nýtt hverfi mun byggjast í Skerjafirði innan tíðar. Skipulagsvinna er langt komin fyrir fyrsta áfangann að nýju hverfi þar. Fjöldi nýrra íbúða mun rísa þar, sem kallar á uppbyggingu leik- og grunnskóla. Áætlað er að um 800 íbúðir verði í Nýja Skerjafirði.