Á annan tug hafa áhuga á Hótel Sögu

Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. 

Á annan tug mismunandi aðila hafi lýst áhuga á að kaupa Hótel Sögu. Um er að ræða erlenda og innlenda fjárfesta sem sýna húsinu áhuga og þá með hótelrekstur í huga. Þessi áhugi kom forsvarsmönnum Bændasamtakanna verulega á óvart. Hótelið hefur verið í greiðsluskjóli síðan í júlí og því var lokað í nóvember. Eins og bent var á í síðasta Vesturbæjarblaði yrðu slegnar tvær flugur í einu höggi með því að Háskóli Íslands eignaðist húsið.

You may also like...