Vígsluathöfn í Dómkirkjunni

Myndin var tekin í Dómkirkjunni af biskupi, nývígðum prestum og djáknunum auk vígsluvotta.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígði fjóra guðfræðinga og tvo djákna til þjónustu sunnudaginn 15. september. 

Guðfræðingarnir voru þau Alfreð Örn Finnsson, Benjamín Hrafn Böðvarsson, Dagur Fannar Magnússon, Jarþrúður Árnadóttir og djáknarnir þau Daníel Ágúst Gautason og Steinunn Þorbergsdóttur. Vígsluvottar þeirra voru þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Sigurður Jónsson, sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson, sr. Magnús Björn Björnsson og djáknarnir Hólmfríður Ólafsdóttir og Þórey Dögg Jónsdóttir. Sr. Jón Ármann Gíslason lýsti vígslu og séra Sveinn Valgeirsson þjónaði. Dómkórinn söng og organisti var Örn Magnússon.

You may also like...