Landfylling í Skerjafirði í umhverfismat

Fyrirhugað er að byggja landfyllingar og sjóvarnargarð í Skerjafirði.

Gert er ráð fyrir að gerð landfyllingar og sjóvarnargarðs í Skerjafirði fari í umhverfismat. Um er að ræða 4,3 kílómetra landfyllingu auk sjóvarnargarðs vegna nýrrar byggðar í Skerjafirði. Það eru umhverfis- og skipulagssvið og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem leggja umhverfismatið til en endanleg ákvörðun liggur hjá Skipulagsstofnun. 

Í tilkynningu frá verkfræðistofunni Eflu kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir geti haft áhrif á gróður en einnig lífríki sjávar og fuglalífs. Á svæðinu sé að finna viðkvæma náttúru með umtalsverðu verndargildi. Skerjafjörður sé metinn sem svæði fuglalífs. Á móti komi umhverfilegur ávinningur af framkvæmdinni. Með henni gefist tækifæri til þess að þétta byggð. Einnig aukin hagkvæmni í nýtingu lands og breytingum á ferðamáta. Þá sé fyrirhugað að nýta efni sem fellur til við framkvæmdir vegna byggingar Landsspítalans til fyllingarinnar. Með því skapist aðstæður að nýta efni í nálægð við viðkomandi byggingarsvæði í stað þess að þurfa að aka því um lengri veg með auknum umferðavanda og mengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur þessa framkvæmd háða starfsleyfi eftirlitsins vegna losunar á óvirum úrgangi frá byggingarsvæði. Einnig er bent á aukna umferð um Nauthólsveg og áhrif á útivistarsvæðið í víkinni. 

You may also like...