Lagt til átak í Efra Breiðholti

— til að efla þátttöku barna í íþróttum og tómstundastarfi —

Tillaga liggur fyrir íþrótta- og tómstundaráði um að Reykjavíkurborg fari í sérstakt átak við að auka þátttöku barna í hverfi 111, sem er Fella- og Hólahverfi, til íþrótta- og tómstundanáms meðal annars með því að nota frístundakortið. Tillagan var lögð fram af áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði og var síðan vísað til ÍTR.

Þátttakan barna í skipulögðu tómstundastarfi og notkun frístundakortsins var minnst í Efra Breiðholti á liðnu ári. Þátttaka stúlkna var 66% og þátttaka drengja 69%. Í Grafarvogi var þátttaka drengir um 94% og stúlkna 85% á sama tíma. Í Fella- og Hólahverfi er eitt mesta fjölmenningarsamfélag í borginni. Þar býr hæsta hlutfall fólks sem er af erlendu bergi brotið. Upplýsingar eru ekki til hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar um hlutfall þátttöku barna af erlendu bergi brotnu en aðeins af heildarfjölda. Í tillögunni segir að möguleg skýring á minni þátttöku barna í hverfinu sé að um efnalitla og fátæka foreldra sé að ræða sem eiga e.t.v. ekki annan kost en að nota frístundakort barnanna til að greiða gjald frístundaheimilis svo foreldrarnir geti verið á vinnumarkaði sem sé ekki markmið með frístundakortinu. 

You may also like...