Húsasmíðanemar FB í starfsþjálfun

Ýmislegt skemmtilegt var að gerast í FB dagana fyrir jól. Húsasmíðanemarnir Gísli Guðmundsson og Hreiðar Vilhjálmsson voru staddir í Hollandi í starfsþjálfun í fyrirtæki á vegum Graafschap College í Doetinchem sem er vinaskóli FB þar í landi.

Húsasmíðakennararnir þeir Benedikt Kristjánsson og Stefán Rafnar Jóhannsson sem og rafvirkjakennarinn Víðir Stefánsson heimsóttu einnig Graafschap College og vinnustað nemanna. Frábær ferð og lærdómsrík. Það er menntaáætlun Evrópusambandsins Erasmus+ sem styrkir náms- og þjálfunarverkefnið.

You may also like...