Nýtt hótel opnar við Seljaveg í maí

Tölvumynd að fyrirhuguðum byggingum á Héðinsreit.

Gert er ráð fyrir að opna nýtt Centerhótel við Seljaveg í Vesturbæ Reykjavíkur í maí á næsta vori. Hótelið er að hluta í gamla Héðinshúsinu sem verið er að endurgera auk nýbyggingar. Þetta er í nálægð frá fyrirhuguðu íbúðahverfi við Vesturbugt og við Slippinn. Enn liggur ekki fyrir hversu mörg herbergi verða tekin í notkun í upphafi. Þau verða alla vega 147 en gætu orðið 195.

Gert er ráð fyrir veitingastað, bar og kaffihús í hinu nýja hóteli auk annarrar þjónusta. Einnig eru áform um að bjóða upp á spa og tengda þjónustu en það verður ekki alveg í byrjun. Upphaflega var áformað að taka fyrsta áfanga hótelsins í notkun fyrr en uppbygging þess hefur engu að síður gengið eftir áætlun. Mikil vinna hefur verið við endurgerð hússins. Meðal annars var skipt um alla glugga og það klætt að utan.

You may also like...