Héðinn kominn heim á Hringbraut

Héðinn fékk far á vörubílspalli vestur á Hringbrautina.

Styttan af Héðni Valdimars­syni, fyrrverandi alþingismanni og formanni verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar er komin á sinn stall við Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gerði styttuna og var hún sett upp í október 1955.  

Þegar styttan var tekin niður fyrir um fimm árum stóð upphaflega aðeins til að laga stöpulinn undir henni sem var orðinn morkinn. Var Héðinn því settur í geymslu á Árbæjarsafni og stóð til að vaxbera styttuna. Við skoðun kom í ljós að festingar og boltar inni í henni voru mikið ryðguð svo ráðast þurfti í víðtækari viðgerð. Danskur sérfræðingur var fenginn í verkið. Sá lýsti því yfir að mesta mildi væri í raun að styttan hefði ekki hrunið niður. Svo illa hafi hún verið farin.

You may also like...